Ferill 787. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1896  —  787. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um ráðningu aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti.


     1.      Hversu oft hefur verið ráðið í störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti frá árinu 2006? Hversu lengi starfaði hver aðstoðarmaður sem ráðinn var eftir það tímamark og hversu lengi hafa núverandi aðstoðarmenn starfað? Hvar hlutu aðstoðarmennirnir lögfræðimenntun sína? Svar óskast sundurliðað eftir ári, háskóla og því hvort stöður hafa verið auglýstar opinberlega.
    Starfstími hvers aðstoðarmanns í tímaröð er sem hér segir:
     1.      Starfstími 01.09.2006–12.01.2009.
     2.      Starfstími 01.12.2006–31.08.2007.
     3.      Starfstími 06.09.2007–14.03.2008.
     4.      Starfstími 17.3.2008–04.6.2008 og 22.12.2008–31.8.2010.
     5.      Starfstími 01.5.2008–30.11.2008 og 1.7.2009–12.10.2010 og 01.05.2012–31.12.2013 og 1.11.2015–31.12.2016.
     6.      Starfstími 25.08.2008–31.08.2009.
     7.      Starfstími 08.09.2008–17.05.2011.
     8.      Starfstími 05.01.2009–03.12.2010 og 1.5.2011–9.8.2011.
     9.      Starfstími 08.09.2010–31.08.2015.
     10.      Starfstími 04.11.2010–07.03.2014.
     11.      Starfstími 01.12.2010–31.08.2014.
     12.      Starfstími 29.04.2011–30.04.2012.
     13.      Starfstími 07.09.2011–11.07.2015 og 15.08.2017–30.09.2018.
     14.      Starfstími 11.03.2014–12.11.2015 og 1.6.2016–31.8.2017.
     15.      Starfstími 01.09.2014–31.08.2017 og 01.09.2018–31.08.2019.
     16.      Starfstími 05.02.2015–31.01.2020.
     17.      Starfstími 17.08.2015–31.08.2016.
     18.      Starfstími 03.09.2015–09.08.2018 og frá 14.05.2019 og er enn í starfi.
     19.      Starfstími 01.03.2017–15.03.2019.
     20.      Starfstími 04.09.2017–31.12.2018.
     21.      Starfstími 18.03.2019–20.05.2020 og 20.03.2021–10.05.2021 og frá 25.05.2021 og er enn í starfi.
     22.      Starfstími 01.02.2020–16.09.2020 og 17.12.2020–28.02.2021 og frá 01.06.2021 og er enn í starfi.
     23.      Starfstími frá 01.09.2020 og er enn í starfi.
    Allir aðstoðarmennirnir luku lagaprófi frá lagadeild Háskóla Íslands. Störfin voru ekki auglýst.

     2.      Hversu margir dómarar Hæstaréttar voru starfsmenn lagadeilda á tímabilinu og í hvaða starfshlutfalli voru þeir? Við hvaða lagadeildir störfuðu þeir eða starfa?
    Frá árinu 2006 hafa eftirtaldir hæstaréttardómarar jafnframt verið starfsmenn lagadeilda sem hér segir:
    Benedikt Bogason var settur dómari við réttinn 1. nóvember 2011 og skipaður frá 1. október 2012. Allan þann tíma hefur hann verið í 49% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands, fyrst sem dósent en sem prófessor frá 1. júlí 2016.
    Karl Axelsson var settur dómari við réttinn 16. október 2014 til 30. júní 2015 og skipaður frá 12. október 2015. Allan þann tíma hefur hann verið í 20 eða 25% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands.
    Björg Thorarensen hlaut skipun í embætti 23. nóvember 2020. Frá þeim tíma hefur hún verið í 25% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands en mun láta af því starfi 31. ágúst 2021.
    Ása Ólafsdóttir hlaut skipun í embætti 23. nóvember 2020. Frá þeim tíma til 31. maí 2021 var hún í 15% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands.
    Aðrir dómarar hafa ekki verið í föstu starfshlutfalli við lagadeildir en einhverjir þeirra munu hafa tekið að sér tilfallandi stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

     3.      Telur ráðherra ástæðu til að skerpa á reglum um auglýsingaskyldu í stöður hjá Hæstarétti?
    Í 2. mgr. 15. gr. laga um dómstóla, nr. 50/2016, segir að um ráðningu og starfslok starfsmanna Hæstaréttar fari eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í því felst m.a. að laus störf við réttinn skal auglýsa opinberlega laus til umsóknar, sbr. 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, skv. reglum fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. nú reglur nr. 1000/2019, um auglýsingu lausra starfa. Samkvæmt 2. gr. þeirra reglna skal auglýsa laus störf og skal umsóknarfrestur að lágmarki vera tíu dagar frá birtingu auglýsingar. Í ákvæðinu eru jafnframt tilteknar undanþágur frá auglýsingu opinberra starfa, svo sem ef störf eru tímabundin vegna sérstakra nánar tilgreindra ástæðna. Af framangreindu leiðir að lausar stöður aðstoðarmanna dómara ber að auglýsa opinberlega nema þær undanþágur sem getið er í 2. gr. reglna nr. 1000/2019 eigi við. Ráðuneytið hefur þegar ritað dómstólasýslunni erindi og farið þess á leit að stofnunin árétti auglýsingaskyldu starfa aðstoðarmanna dómara við forstöðumenn dómstólanna.