Ferill 898. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1903  —  898. mál.
Skýrsla


fjármála- og efnahagsráðherra um tæknilega innviði Stjórnarráðsins og rafræna þjónustu hins opinbera.


    Í janúar árið 2020 samþykkti Alþingi þingsályktun um tæknilega innviði Stjórnarráðsins og rafræna þjónustu hins opinbera (þskj. 891, 15. mál á 150. löggjafarþingi). Þingsályktunin hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að stórefla vinnu er varðar tæknilega innviði Stjórnarráðsins, samþættingu vefkerfa og forritunarviðmóta og stöðlun þróunarferla og gæðastýringar við hugbúnaðargerð, utanumhald um opinber gögn sem og varðveislu og afhendingu rafrænna gagna til Þjóðskjalasafns Íslands, upplýsingaöryggismál ríkisins og annað sem snýr að því að tryggja gæði rafrænnar þjónustu hins opinbera gagnvart almenningi. Ráðherra kynni Alþingi niðurstöður þeirrar vinnu og leggi jafnframt til nauðsynlegar lagabreytingar, ef við á, á 151. löggjafarþingi.“
    Fjármála- og efnahagsráðuneyti fer með stefnumótun stjórnvalda í upplýsingatækni. Á vegum ráðuneytisins er starfrækt Verkefnastofa um stafrænt Ísland sem vinnur að framgangi verkefna þvert á stofnanir ríkis og sveitarfélaga með það að markmiði að stórefla stafræna þjónustu. Í skýrslu þessari er farið yfir verkefni af þessum toga sem unnin hafa verið af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytis og Verkefnastofu um stafrænt Ísland í samvinnu við önnur ráðuneyti, sveitarfélög og aðra hagaðila. Verkefnastofan vinnur að því að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu við almenning með því að gera hana aðgengilegri, einfaldari, öruggari og hraðvirkari. Í skýrslunni er farið yfir helstu verkefnin sem unnin hafa verið þvert á Stjórnarráðið og A-hluta-stofnanir ríkisins, en vinnunni verður haldið áfram af krafti næstu ár þar til markmiðum stafrænnar stefnu ríkisins verður náð.


Fylgiskjal.


Tæknilegir innviðir Stjórnarráðsins og rafræn þjónusta hins opinbera. Samantekt.

www.althingi.is/altext/pdf/151/fylgiskjol/s1903-f_I.pdf