Ferill 845. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1904  —  845. mál.
Skýrsla


fjármála- og efnahagsráðherra um mat á árangri aðgerða
til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs
kórónuveiru, samkvæmt beiðni.


    Með beiðni frá efnahags- og viðskiptanefnd (þskj. 1606, 845. mál) var þess óskað að fjármála- og efnahagsráðherra flytti Alþingi skýrslu um mat á árangri og ávinningi af þeim aðgerðum sem stjórnvöld hefðu ráðist í til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Óskað var eftir því að lagt yrði mat á árangur af opinberum aðgerðum í heild en einnig af einstökum þáttum. Jafnframt var óskað eftir því að skýrslan yrði unnin með aðstoð óháðra sérfræðinga sem legðu sjálfstætt mat á árangur af einstökum mótvægisaðgerðum, á umfang þeirra og hvernig þær hafa unnið hver með annarri. Arnór Sighvatsson, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri, var ráðinn til þess verks. Skýrslan er unnin á grunni opinberra gagna, svo sem Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands, Vinnumálastofnunar, Háskóla Íslands, Ferðamálastofu, Nasdaq, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Oxford-háskóla og embættis landlæknis, og á grunni gagna sem aðgengileg eru aðgangshöfum Macrobond. Sérstakar gagnabeiðnir voru sendar Vinnumálastofnun og Skattinum.
    Í samræmi við framkomna beiðni er í skýrslunni lagt mat á áhrif sjálfvirkra sveiflujafnara og beinna aðgerða stjórnvalda í samhengi við þau markmið sem þeim var ætlað að ná.
    Uppbygging skýrslunnar er með þeim hætti að í upphafi er gerð grein fyrir umfangi og árangri einstakra mótvægisaðgerða og hvernig þær vinna saman og loks er lagt mat á heildstæðan árangur af aðgerðum stjórnvalda (beinum aðgerðum og sjálfvirkum sveiflujöfnurum) til að mæta efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru. Ríkissjóður hefur til þessa verið í lykilhlutverki viðbragðs opinberra fjármála við faraldrinum. Af þeim sökum er megináhersla skýrslunnar á þau.


Fylgiskjal.


Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um mat á árangri aðgerða
til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs
kórónuveiru.


www.althingi.is/altext/pdf/151/fylgiskjol/s1904-f_I.pdf