Ferill 874. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1915  —  874. mál.
Svar


utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um fjármagn af hálfu Atlantshafsbandalagsins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvers vegna hefur Ísland ekki nýtt sér að öllu leyti það fjármagn sem stendur til boða af hálfu Atlantshafsbandalagsins til að ráðast í uppbyggingu innviða hér á landi?

    Íslensk stjórnvöld nýta að fullu alla þá fjármuni sem Atlantshafsbandalagið hefur samþykkt að veita til uppbyggingar varnarinnviða á Íslandi. Ákvarðanir bandalagsins um fjárframlög til innviðauppbyggingar eru byggðar á mati á lágmarksþörf fyrir varnarinnviði á Íslandi og umleitunum íslenskra stjórnvalda um fjárveitingar úr sameiginlegum sjóðum.

    Ein vinnustund fór í að taka þetta svar saman.