Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 106  —  106. mál.
Fyrirspurn


til félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra um biðtíma hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hver er biðtími eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins? Óskað er eftir yfirliti yfir biðtíma síðustu fimm ár, sundurliðað.
     2.      Hversu mörg börn eru á biðlista hjá stöðinni? Óskað er eftir upplýsingum um lengd biðlista síðustu fimm ár, sundurliðað.
     3.      Hversu mikið fjármagn hefur ríkissjóður veitt árlega til starfseminnar síðustu fimm ár?


Skriflegt svar óskast.