Ferill 110. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 110  —  110. mál.
    Fyrirspurn


til félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra um greiðslur Tryggingastofnunar til eldri borgara.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hvernig þróuðust heildargreiðslur Tryggingastofnunar til eldri borgara árin 2005–2020? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár á föstu verðlagi 2020.
     2.      Hvernig þróuðust heildargreiðslur Tryggingastofnunar til öryrkja árin 2005–2020? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár á föstu verðlagi 2020.
     3.      Hvernig þróaðist fjöldi eldri borgara sem fengu greiðslur frá Tryggingastofnun árin 2005–2020? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár.
     4.      Hvernig þróaðist fjöldi öryrkja sem fengu greiðslur frá Tryggingastofnun árin 2005– 2020? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár.
     5.      Hversu margir eldri borgarar höfðu á hverju ári 2005–2020 ekki aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun?
     6.      Hversu margir öryrkjar höfðu á hverju ári 2005–2020 ekki aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun?
     7.      Hversu margir öryrkjar fengu á hverju ári 2005–2020 greidda sérstaka aldursuppbót?
     8.      Hvernig þróuðust fjárhæðir ellilífeyris (samtals allir flokkar) á sama tímabili, miðað við óskertar greiðslur? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár, á föstu verðlagi 2020, annars vegar fyrir einstakling sem býr einn og hins vegar einstakling í sambúð.
     9.      Hvernig þróuðust fjárhæðir ellilífeyris (samtals allir flokkar) 2005–2020, miðað við óskertar greiðslur, í samanburði við þróun vísitölu neysluverðs og launavísitölu?
     10.      Hvernig þróuðust fjárhæðir örorkubóta (án sérstakrar aldurstengdrar örorkuuppbótar) á sama tímabili miðað við óskertar greiðslur? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár, á föstu verðlagi 2020, annars vegar fyrir einstakling sem býr einn og hins vegar einstakling í sambúð.
     11.      Hvernig þróuðust fjárhæðir örorkubóta (án sérstakrar aldurstengdrar örorkuuppbótar) 2005–2020, miðað við óskertar greiðslur, í samburði við vísitölu neysluverðs og launavísitölu?
     12.      Hvaða viðmið lágu að baki árlegum breytingum á fjárhæðum ellilífeyris og örorkubóta 2005–2020? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár.


Skriflegt svar óskast.