Ferill 112. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 112  —  112. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um búningsaðstöðu og salerni.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig hefur ráðherra komið því á framfæri við félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra annars vegar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hins vegar að þeir flýti endurskoðun stjórnsýslufyrirmæla um búningsaðstöðu og salerni svo að þau samræmist betur lögum um kynrænt sjálfræði, sbr. svar við fyrirspurn á 150. löggjafarþingi (þskj. 2124, 991. mál)?
     2.      Hvenær áætlar ráðherra að þeirri endurskoðun verði lokið svo að tryggja megi að fólk búi við jafna aðstöðu að þessu leyti óháð kyni?


Skriflegt svar óskast.