Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 115  —  115. mál.
Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um skólavist umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru undir 18 ára aldri 1. nóvember hvert undanfarinna fimm ára, sundurliðað eftir fæðingarári umsækjenda?
     2.      Hversu margir umsækjendur voru skráðir í skóla 1. nóvember hvert undanfarinna fimm ára, sundurliðað eftir því hvort um leik-, grunn- eða framhaldsskóla var að ræða? Jafnframt er óskað upplýsinga um hversu marga leik- og grunnskóla um er að ræða og hvernig þeir skiptast á milli sveitarfélaga á hverju ári.
     3.      Hversu margir umsækjendur voru utan skóla 1. nóvember hvert undanfarinna fimm ára og hverjar voru helstu ástæður fyrir því?
     4.      Þegar barn á skólaskyldualdri er á meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd, hversu langur tími líður að jafnaði frá komu þar til barn hefur skólagöngu? Hver er lengsti tíminn sem barn í þeirri stöðu var utan skóla hvert undanfarinna fimm ára?


Skriflegt svar óskast.