Ferill 119. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 121  —  119. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um stöðu mála á Landspítala.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hvaða áætlanir hafa verið gerðar til að minnka álag á heilbrigðisstarfsfólk, ekki hvað síst á bráðamóttökunni? Hvenær koma þær til framkvæmda?
     2.      Hvaða aðgerða hefur verið gripið til sem miða að því að stemma stigu við mönnunarvanda Landspítalans og koma í veg fyrir frekari uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks?
     3.      Eru tilbúnar áætlanir um að fjölga hjúkrunarrýmum eða legurýmum og hvenær má, samkvæmt þeim, gera ráð fyrir að ný rými verði tekin í notkun?
     4.      Hvaða áætlanir hafa verið gerðar sem miða því að efla getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við skyndilega atburði, komi til neyðarástands, eins og vegna stórslysa eða heimsfaraldurs?