Ferill 120. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 122  —  120. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um stöðu heimilanna í efnahagsþrengingum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við þeim áhrifum sem hækkandi verðbólga hefur á verðtryggðar skuldbindingar heimila, t.d. verðtryggð húsnæðislán og verðtryggða leigusamninga á íbúðarhúsnæði? Kemur til greina að setja þak á þau áhrif eða leiðrétta líkt og fordæmi eru fyrir?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra sjá til þess að þær vaxtalækkanir sem þegar hafa komið fram af hálfu Seðlabanka Íslands skili sér að fullu til neytenda?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að grípa til aðgerða fyrir heimilin vegna þeirra vaxtahækkana sem virðast vera í uppsiglingu, svo sem með því að setja þak á vexti húsnæðislána eða leiðrétta fyrir hækkun þeirra líkt og fordæmi eru fyrir?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að bregðast við þeim fordæmalausu aðstæðum sem heimsfaraldurinn hefur skapað með aðgerðum til þess að tryggja að enginn þurfi að missa heimili sitt af þeim orsökum?