Ferill 121. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 123  —  121. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðlista barna eftir þjónustu talmeinafræðinga.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að stytta bið barna eftir þjónustu talmeinafræðinga með því að afnema skilyrði um að þeir hafi tveggja ára starfsreynslu áður en þeir fá niðurgreiðslu á grundvelli rammasamnings milli Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að koma upp miðlægri skrá um börn á biðlistum til að veita börnum og foreldrum þeirra skýrari upplýsingar um lengd biðtíma eftir þjónustu talmeinafræðinga? Ef svo er, hvenær sér ráðherra fyrir sér að sú skrá verði aðgengileg?
     3.      Hvað hyggst ráðherra gera í náinni framtíð til að vinna á skorti á fagfólki og þjónustu, sem kemur niður á hagsmunum og lífsgæðum rúmlega 1.000 barna sem bíða 17–36 mánuði eftir þjónustu talmeinafræðinga?