Ferill 127. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 129  —  127. mál.
Leiðréttur texti.
Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um kostnað við flutning umsækjenda um alþjóðlega vernd úr landi.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu margir umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa verið fluttir úr landi með aðstoð lögreglu undanfarin þrjú ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir áfangastað, ári flutnings og því hvort um er að ræða flutning samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni, á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga, eða flutning til heimaríkis í kjölfar efnismeðferðar umsóknar um vernd.
     2.      Hver var kostnaður íslenska ríkisins við fyrrgreinda flutninga? Auk framangreindrar sundurliðunar óskast svarið sundurliðað eftir því vegna hvers kostnaðurinn var, svo sem beinn kostnaður við flug, launakostnaður lögreglumanna o.þ.h.
     3.      Hver er lægsti, hæsti og áætlaður meðalkostnaður ríkisins við flutning einstaklings úr landi gegn vilja viðkomandi? Óskað er eftir sundurliðun eftir áfangastað og ári flutnings síðastliðin þrjú ár.


Skriflegt svar óskast.