Ferill 130. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 132  —  130. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kostnað við fjölgun ráðherra og breytingu á skipulagi ráðuneyta.

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


     1.      Hver er áætlaður árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs við að fjölga ráðherrum í ríkisstjórn Íslands? Svar óskast sundurliðað eftir:
                  a.      heildarlaunakostnaði nýrra ráðherra,
                  b.      heildarlaunakostnaði aðstoðarmanna nýrra ráðherra,
                  c.      heildarlaunakostnaði ritara nýrra ráðherra,
                  d.      heildarlaunakostnaði bílstjóra nýrra ráðherra,
                  e.      heildarkostnaði vegna nýrra ráðuneyta, m.a. vegna húsnæðis og skrifstofuaðstöðu,
                  f.      öðrum mögulegum viðbótarkostnaði, ótilgreindum.
     2.      Hver er áætlaður kostnaður ríkissjóðs við breytingu á skipan ráðuneyta:
                  a.      vegna fjölgunar starfa,
                  b.      vegna breytinga á skrifstofuhúsnæði?
     3.      Hver er þar með áætlaður viðbótarkostnaður á kjörtímabilinu í heild haldist skipan óbreytt?


Skriflegt svar óskast.