Ferill 131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 133  —  131. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýskráningu á bensín- og dísilbílum.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


    Mun ráðherra beita sér fyrir því að nýskráningu á bensín- og dísilbílum verði hætt árið 2025, sem lið í að minnka losun Íslands fyrir árið 2030?