Ferill 132. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 134  —  132. mál.
Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um vopnaflutninga.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margar umsóknir um flutning hergagna með íslenskum loftförum hafa borist frá því að ábyrgð á leyfisveitingum færðist til ráðuneytisins? Þess er óskað að fyrir hverja umsókn komi fram nafn flugrekanda, uppruna- og áfangastaður sendingar, hvort flogið hafi verið um íslenska lofthelgi, upplýsingar um hvaða hergögn er að ræða, framleiðandi og magn þeirra, hvenær ráðuneytið komst að niðurstöðu og hver sú niðurstaða var.
     2.      Hvaða ástæður voru fyrir hverri synjun um leyfi til hergagnaflutninga?
     3.      Hvernig tryggir ráðuneytið að umsóknir brjóti ekki í bága við 3. gr. reglugerðar nr. 464/2019 um flutning hergagna með loftförum?


Skriflegt svar óskast.