Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 138  —  136. mál.
Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa stöðu flóttamanns í öðru ríki.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


    Hversu margir einstaklingar hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi síðustu tíu ár, eftir að hafa áður verið veitt slík vernd í öðru ríki? Svarið óskast sundurliðað eftir árum og mánuðum og ríkjum þar sem viðkomandi hafði áður verið veitt vernd.


Skriflegt svar óskast.