Ferill 144. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 146  —  144. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um Framkvæmdasjóð aldraðra.

Frá Guðbrandi Einarssyni.


     1.      Hvert hefur framlag ríkissjóðs til Framkvæmdasjóðs aldraðra verið á hverju ári á tímabilinu 2011–2021?
     2.      Hverjar hafa verið tekjur ríkissjóðs af gjaldi á grundvelli 10. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, á hverju ári á sama tímabili?
     3.      Hvaða hlutfalli af fjármunum sjóðsins hefur verið varið í fjárfestingar í úrræðum í öldrunarþjónustu, líkt og hann var upphaflega stofnaður til að gera, á framangreindu tímabili?
     4.      Á tímabilinu frá stofnun Framkvæmdasjóðs aldraðra til dagsins í dag, hver er samanlögð fjárhæð þess gjalds sem heimt hefur verið á grundvelli 10. gr. laga um málefni aldraðra en ekki verið nýtt til uppbyggingar öldrunarþjónustu?


Skriflegt svar óskast.