Ferill 145. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 147  —  145. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skimun fyrir brjóstakrabbameini.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu margar konur hafa farið í skimun eftir brjóstakrabbameini frá árinu 2015 og þar til nú, sundurliðað eftir ári?
     2.      Hver er áætlaður kostnaður ríkisins fyrir hverja skimun fyrir brjóstakrabbameini bæði fyrir og eftir flutning frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til Brjóstamiðstöðvarinnar á Landspítala?
     3.      Hver er biðtími kvenna eftir niðurstöðum á skimun á brjóstakrabbameini, bæði fyrir og eftir áðurnefndan flutning?
     4.      Hyggst ráðherra bjóða konum yngri en 40 ára í skimun fyrir brjóstakrabbameini í ljósi fyrirliggjandi dæma um að konur undir 40 ára greinist með brjóstakrabbamein?


Skriflegt svar óskast.