Ferill 146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 148  —  146. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skimun fyrir leghálskrabbameini.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu margar konur hafa farið í skimun fyrir leghálskrabbameini frá árinu 2015 og þar til nú, sundurliðað eftir ári?
     2.      Hver er áætlaður kostnaður ríkisins við úrvinnslu lífsýna úr leghálsskimun eftir flutning frá Íslandi?
     3.      Hver er biðtími kvenna eftir niðurstöðum úr skimun fyrir leghálskrabbameini, bæði fyrir og eftir áðurnefndan flutning?
     4.      Eru uppi áform af hálfu ráðherra um flutning úrvinnslu lífsýna aftur til Íslands í samráði við Landspítala?


Skriflegt svar óskast.