Ferill 155. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 157  —  155. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um líftækniiðnað í tengslum við blóðmerahald.

Frá Sigmari Guðmundssyni.


     1.      Telur ráðherra líftækniiðnað í tengslum við blóðmerahald geta samræmst sjónarmiðum um dýravelferð?
     2.      Styður ráðherra að framangreindri starfsemi sé haldið áfram á Íslandi?
     3.      Hefur Matvælastofnun næga burði til að sinna eftirliti með starfseminni? Ef svo er ekki, hvernig hyggst ráðherra styðja stofnunina svo að hún geti sinnt eftirlitinu nægilega vel?
     4.      Hyggst ráðherra breyta lagaumgjörð um framangreinda starfsemi?


Skriflegt svar óskast.