Ferill 158. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 160  —  158. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skuldir heimila við fjármálafyrirtæki.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hver er fjöldi og heildarfjárhæð útistandandi fasteignalána fjármálafyrirtækja til neytenda og hvernig skiptast þau eftir því hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð, með föstum vöxtum eða breytilegum og hvort þau eru jafngreiðslulán eða með jöfnum afborgunum?
     2.      Hver er fjöldi og heildarfjárhæð útistandandi neytendalána annarra en fasteignalána og hvernig skiptast þau eftir því hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð, með föstum vöxtum eða breytilegum og hvort þau eru jafngreiðslulán eða með jöfnum afborgunum eða öðru greiðslufyrirkomulagi, svo sem yfirdráttarheimildir eða veltilán með ótilgreinda gjalddaga?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að framangreindar upplýsingar verði birtar opinberlega með reglubundnum hætti, svo sem mánaðarlega?


Skriflegt svar óskast.