Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 182  —  180. mál.
Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Eru áform um það af hálfu ríkisstjórnarinnar að Ísland undirriti og fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum?
     2.      Ef ekki, mun ríkisstjórnin eigi að síður senda áheyrnarfulltrúa á fund aðildarríkja samningsins 22.–24. mars 2022, líkt og ríkisstjórnir Noregs og Þýskalands hafa boðað að þær muni gera?


Skriflegt svar óskast.