Ferill 183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 185  —  183. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um skerðanlega orku.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu mikil raforka hefur verið seld sem skerðanleg orka hvert undanfarinna fimm ára? Svarið óskast greint eftir orkufyrirtækjum og atvinnugrein kaupenda.
     2.      Hversu mikil raforka hefur verið seld til gagnavera hvert undanfarinna fimm ára? Svarið óskast greint eftir orkufyrirtækjum, því hvort um forgangsorku eða skerðanlega orku var að ræða og hversu stór hluti orkunnar var nýttur til vinnslu rafmynta.


Skriflegt svar óskast.