Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 200  —  192. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum frá árinu 2018? Svar óskast sundurliðað eftir undirmarkmiðum.
     2.      Hvaða fjármunum hefur verið varið til aðgerðaáætlunarinnar? Svar óskast sundurliðað eftir undirmarkmiðum og árum.


Skriflegt svar óskast.