Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022 .
2. uppprentun.

Þingskjal 204  —  195. mál.
Töluliðir.     




Fyrirspurn


til félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra um hækkun frítekjumarks.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvernig má ætla að ábatinn af fyrirhugaðri hækkun frítekjumarks atvinnutekna hjá ellilífeyrisþegum, úr 100 þús. kr. á mánuði upp í 200 þús. kr., dreifist eftir tekjutíundum og kyni?
     2.      Hvernig myndi ábatinn dreifast eftir tekjutíundum og kyni ef almennt frítekjumark ellilífeyrisþega yrði hækkað úr 25 þús. kr. í 50 þús. kr.? Hver yrði árlegur kostnaður ríkissjóðs af slíkri hækkun almenns frítekjumarks?
     3.      Hvernig myndi ábatinn dreifast eftir tekjutíundum og kyni ef almennt frítekjumark ellilífeyrisþega yrði hækkað úr 25 þús. kr. í 100 þús. kr.? Hver yrði árlegur kostnaður ríkissjóðs af slíkri hækkun almenns frítekjumarks?


Skriflegt svar óskast.