Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 205  —  196. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um lækkun vörugjalds af bifreiðum.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hve margar ökutækjaleigur hafa gengist undir skuldbindingu um kaup á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðum á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða XIX í lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993?
     2.      Hver er beinn kostnaður ríkissjóðs vegna lækkunar vörugjalds af rafmagnsbifreiðum sem ökutækjaleigur keyptu árið 2021 á grundvelli ákvæðisins?
     3.      Hver er beinn kostnaður ríkissjóðs vegna lækkunar vörugjalds af tengiltvinnbifreiðum sem ökutækjaleigur keyptu árið 2021 á grundvelli ákvæðisins?
     4.      Hver er beinn kostnaður ríkissjóðs vegna lækkunar vörugjalds af bensín- og dísilbifreiðum sem ökutækjaleigur keyptu árið 2021 á grundvelli ákvæðisins?
     5.      Hver er áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna lækkunar vörugjalds á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis árið 2022 og hvernig má ætla að kostnaðurinn skiptist niður á rafmagnsbifreiðar, tengiltvinnbifreiðar og bensín- og dísilbifreiðar?


Skriflegt svar óskast.