Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 224  —  174. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2021, sbr. lög nr. 78/2021.

Frá 3. minni hluta fjárlaganefndar (EÁ).


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 1:
28 Málefni aldraðra
     1.      Við bætist nýr málaflokkur
28.10 Bætur skv. lögum um almannatryggingar, lífeyrir aldraðra
    07 Félagsmálaráðuneyti
a.     Heildarfjárheimild
610,0 610,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
610,0 610,0
32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
     2.      Við 32.40 Stjórnsýsla félagsmála
    07 Félagsmálaráðuneyti
a.     Heildarfjárheimild
136,5 100,0 236,5
b.      Framlag úr ríkissjóði
118,6 100,0 218,6

Greinargerð.

    Lagðar eru til tvær breytingar á útgjaldahlið. Lögð er til eingreiðsla til þriggja lægstu tekjutíunda ellilífeyrisþega að fjárhæð 53.100 kr. Sú eingreiðsla verði, líkt og eingreiðsla til öryrkja, skatt- og skerðingarlaus. Einnig er lagt til að ráðherra greiði styrki, að heildarfjárhæð 100 millj. kr., til hjálparsamtaka sem annast matarúthlutanir.