Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 228  —  1. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022.

Frá Kristrúnu Frostadóttur, Eyjólfi Ármannssyni, Birni Leví Gunnarssyni og Jóni Steindóri Valdimarssyni.


Breytingar á sundurliðun 1:
     1.      Liðurinn 111.1.0 Tekjuskattur einstaklinga og staðgreiðsla hækki um 6.000,0 m.kr.
     2.      Liðurinn 141.5.20 Veiðigjald fyrir veiðiheimildir hækki um 4.000,0 m.kr.

Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
18 Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
     3.      Við 18.30 Menningarsjóðir
    02 Mennta- og menningarmálaráðuneyti
a. Heildarfjárheimild
4.907,7 500,0 5.407,7
b. Framlag úr ríkissjóði
4.846,2 500,0 5.346,2
23 Sjúkrahúsþjónusta
     4.      Við 23.10 Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta
    08 Heilbrigðisráðuneyti
a. Heildarfjárheimild
119.149,3 2.000,0 121.149,3
b. Framlag úr ríkissjóði
111.558,2 2.000,0 113.558,2
24 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
     5.      Við 24.10 Heilsugæsla
    08 Heilbrigðisráðuneyti
a. Heildarfjárheimild
35.152,0 1.000,0 36.152,0
b. Framlag úr ríkissjóði
33.871,3 1.000,0 34.871,3
25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
     6.      Við 25.20 Endurhæfingarþjónusta
    08 Heilbrigðisráðuneyti
a. Rekstrarframlög
6.373,6 500,0 6.873,6
b. Framlag úr ríkissjóði
6.373,6 500,0 6.873,6
27 Örorka og málefni fatlaðs fólks
     7.      Við 27.10 Bætur skv. lögum um almannatryggingar, örorkulífeyrir
    07 Félagsmálaráðuneyti
a. Rekstrartilfærslur
52.688,2 2.500,0 55.188,2
b. Framlag úr ríkissjóði
52.688,2 2.500,0 55.188,2
28 Málefni aldraðra
8. Við 28.10 Bætur skv. lögum um almannatryggingar, lífeyrir aldraðra
    07 Félagsmálaráðuneyti
a. Rekstrartilfærslur
92.794,4 2.500,0 95.294,4
b. Framlag úr ríkissjóði
92.794,4 2.500,0 95.294,4
31 Húsnæðisstuðningur
    07 Félagsmálaráðuneyti
9. Við 31.10 Húsnæðisstuðningur
a. Heildarfjárheimild
10.838,1 3.500,0 14.338,1
b. Framlag úr ríkissjóði
10.838,1 3.500,0 14.338,1
34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir
    09 Fjármála- og efnahagsráðuneyti
10. Við 34.20 Sértækar fjárráðstafanir
a. Heildarfjárheimild
523,3 3.000,0 3.523,3
b. Framlag úr ríkissjóði
523,3 3.000,0 3.523,3

Greinargerð.

    Í 1. tölul. er gerð tillaga um 6.000 millj. kr. hækkun skatta af launatekjum með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega skráðar sem fjármagnstekjur.
    Í 2. tölul. er gerð tillaga um 4.000 millj. kr. hækkun veiðigjalda, m.a. með því að endurskoða frádráttarheimildir frá veiðigjaldsstofni og hækka prósentuna.
    Í 3. tölul. er gerð tillaga um 500 millj. kr. framlag í menningarsjóði til að viðhalda fjármögnun til samninga og styrkja á sviði lista og menningar. Gerð er tillaga um sömu fjárveitingar og árið 2021 með launa- og verðlagsbótum.
    Í 4. tölul. er gerð tillaga um 2 milljarða kr. framlag til að fjármagna raunvöxt í heilbrigðiskerfinu og fella niður hagræðingarkröfu á Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri.
    Í 5. tölul. er gerð tillaga um 900 millj. kr. framlag til að fjármagna þingsályktun um sálfræðiþjónustu og 100 millj. kr. í almennan rekstur heilbrigðisstofnana.
    Í 6. tölul. er gerð tillaga um 500 millj. kr. framlag til ýmissa verkefna á sviði forvarna og meðferðar. Gerð er tillaga um 380 millj. kr. til SÁÁ og 120 millj. kr. framlag til annarra félagasamtaka sem sinna forvörnum og meðferð vegna ýmiss konar fíknivanda. Hér má nefna starfsemi eins og Reykjalund, SÁÁ, Vog, Frú Ragnheiði og önnur félagasamtök sem sinna forvörnum og meðferð við ýmiss konar fíknivanda.
    Í 7. tölul. er gerð tillaga um 2,5 milljarða kr. framlag, annars vegar 1 milljarð kr. til að hækka frítekjumark atvinnutekna í samræmi við frítekjumark aldraðra og hins vegar 1,5 milljarða kr. til að stöðva kjaragliðnun örorkulífeyris miðað við lífskjarasamninga.
    Í 8. tölul. er gerð tillaga um 2,5 milljarða kr. framlag til að stöðva kjaragliðnun ellilífeyris miðað við lífskjarasamninga og jafna 1% hækkun hjá öryrkjum.
    Í 9. tölul. er gerð tillaga um 3,5 milljarða kr. í stofnframlög til að ná niður framboðsskorti á 10 árum samkvæmt skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
    Í 10. tölul. er tillaga um samtals 3 milljarða kr. framlag sem skiptist annars vegar í 1,5 milljarða kr. til ýmissa fjárfestingarverkefna sem tengjast orkuskiptum, rafvæðingu hafna, brothættum byggðum og frárennslismálum sveitarfélaga og ýmissa verkefna sem stuðla að sjálfbærni og styrkja baráttuna gegn loftslagsbreytingum og hins vegar í 1,5 milljarða kr. til ívilnana og styrkja til vísindastarfs og verkefna sem stuðla að sjálfbærni, svo sem til rannsóknarsjóða, tækniþróunarsjóða, loftslagssjóða og álíka verkefna.