Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 230  —  200. mál.
Ráðherra.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um hlutdeildarlán.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvað hafa verið veitt mörg hlutdeildarlán frá því að ríkisstjórnin ákvað að koma úrræðinu á fót, sundurliðað eftir mánuðum og tegundum lána, þ.e. 20% eða 30%?
     2.      Hvernig skiptast hlutdeildarlán; sundurliðað eftir sveitarfélögum, fjölda lána og heildarupphæð?
     3.      Hvað hafa margir byggingaraðilar skráð sig til samstarfs við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna hlutdeildarlána og hvernig skiptist sú skráning eftir sveitarfélögum?


Skriflegt svar óskast.