Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 237  —  1. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022.

Frá 2. minni hluta fjárlaganefndar (EÁ).


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
12 Landbúnaður
     1.      Við 12.10 Stjórnun landbúnaðarmála
    04 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
a. Heildarfjárheimild
17.685,4 210,0 17.895,4
b. Framlag úr ríkissjóði
17.094,4 210,0 17.304,4
27 Örorka og málefni fatlaðs fólks
     2.      Við 27.30 Málefni fatlaðs fólks
    07 Félagsmálaráðuneyti
a. Heildarfjárheimild
607,7 50,0 657,7
b. Framlag úr ríkissjóði
607,7 50,0 657,7

Greinargerð.

    Lagt er til að fjárheimild málefnasviðs 12 Stjórnun landbúnaðarmála hækki um 210 millj. kr. og að heimildin verði nýtt til að bæta tekjutap blóðmerabænda ef frumvarp Flokks fólksins um bann við blóðmerahaldi nær fram að ganga. Þá er lagt til að fjárheimild málefnasviðs 27 Örorka og málefni fatlaðs fólks hækki um 50 millj. kr. sem verði nýttar til að vinna niður bið eftir leiðsöguhundum.