Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 243  —  3. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (GHaf, ÁBG, DME, HHH, SÞÁ).


     1.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað „6.540 kr.“ í a- og c-lið komi: 7.540 kr.
                  b.      B-liður orðist svo: 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Hafi koltvísýringslosun verið skráð samkvæmt evrópsku aksturslotunni og samræmdu prófunaraðferðinni skal gjaldið vera 7.540 kr. fyrir losun allt að 146 grömmum af skráðri koltvísýringslosun samkvæmt samræmdu prófunaraðferðinni en 130 kr. fyrir hvert gramm af losun umfram það.
                  c.      Í stað „61.280 kr.“ og „96.445 kr.“ í d-lið komi: 62.280 kr.; og: 97.445 kr.
     2.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað „5.500.000 kr.“, „10.000.000 kr.“, „13.000.000 kr.“ og „16.000.000 kr.“ í b-lið komi: 5.000.000 kr.; 8.500.000 kr.; 11.000.000 kr.; og: 14.000.000 kr.
                  b.      Í stað orðsins „rafeyrisfyrirtækja“ í 3. mgr. f-liðar komi: rafeyris.
     3.      Við 13. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „og þjónustu skv. 3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: mat á hæfi skv. 3. mgr. og þjónustu skv. 4. mgr.
     4.      Á undan 18. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Í stað „25%“ í 2. málsl. 5. mgr. 18. gr. laganna kemur: 11%.
     5.      Við 18. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal lífeyrisþegi hafa 2.400.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna.
     6.      Við 19. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: Í stað „3. málsl.“ og „2021“ í 14. tölul. kemur: 2. málsl.; og: 2022.
                  b.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir sem fá eftirstöðvar bóta greiddar sem eingreiðslu frá sjúkratryggingastofnuninni samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga og hafa áður fengið mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli 75% slysaörorkumats skulu eiga rétt á að frá sama tíma breytist 75% slysaörorkumat þeirra í 75% örorkumat skv. 18. gr. án sérstakrar umsóknar, að því gefnu að skilyrði 18. gr. séu uppfyllt. Jafnframt skulu þeir eftir því sem við á eiga rétt á öðrum tengdum greiðslum samkvæmt lögunum og lögum um félagslega aðstoð.
                     Þeir sem fá eftirstöðvar bóta greiddar í einu lagi frá sjúkratryggingastofnuninni samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga og hafa fengið mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli 50–74% slysaörorkumats og til viðbótar einnig fengið greiðslur á grundvelli 75% örorkumats skv. 18. gr. skulu frá sama tíma fá óskertar þær örorkulífeyrisgreiðslur skv. 18. gr. sem þeir eiga rétt á vegna 75% örorkumats samkvæmt þeirri grein. Jafnframt skulu þeir eftir því sem við á eiga rétt á öðrum tengdum greiðslum samkvæmt lögunum og lögum um félagslega aðstoð.
                     Þeir sem fá eftirstöðvar bóta greiddar sem eingreiðslu frá sjúkratryggingastofnuninni samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga og hafa fengið mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli 50–74% slysaörorkumats án þess að vera jafnframt metnir til 75% örorku skv. 18. gr. eiga ekki rétt á áframhaldandi greiðslum nema þeir sæki um og fái samþykkt örorkumat skv. 18. eða 19. gr.
                     Skerðing örorkugreiðslna skv. 18. eða 19. gr. vegna eingreiðslu vegna slysaörorkumats sem er undir 50% samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga skal falla niður frá 1. janúar 2022.
                     Þeir sem hafa fengið mánaðarlega greiðslu barnalífeyris samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga fá áframhaldandi barnalífeyri greiddan án sérstakrar umsóknar ef skilyrði 20. gr. eru uppfyllt.
     7.      Í stað „985 kr.“ í 23. gr. komi: 1.107 kr.
     8.      26. gr. orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum:
                  a.      Orðin „1. tölul. 2. mgr. 3. gr. og“ falla brott.
                  b.      Í stað orðanna „og 2021“ kemur: 2021 og 2022.
     9.      37. gr. orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á viðauka X við lögin:
                  a.      Í stað „100,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 130,00 kr./kg.
                  b.      Í stað „615,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 800,00 kr./kg.
                  c.      Í stað „188,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 245,00 kr./kg.
                  d.      Í stað „222,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 289,00 kr./kg.
                  e.      Í stað „6,00 kr./stk.“ hvarvetna kemur: 8,00 kr./stk.
     10.      Á eftir 52. gr. komi fjórir nýir kaflar, XXI. kafli, Breyting á lögum um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, nr. 98/2004, með einni nýrri grein, 54. gr., XXII. kafli, Breyting á lögum um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir, nr. 24/2020, með fjórum nýjum greinum, 55., 56., 57. og 58. gr., XXIII. kafli, Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með einni nýrri grein, 59. gr., og XXIV. kafli, Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með einni nýrri grein, 60. gr., svohljóðandi:
                  a.      (54. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 3. gr. a laganna:
             a.      Í stað fjárhæðarinnar „0,34 kr.“ í 1. málsl. kemur: 0,41 kr.
             b.      Í stað fjárhæðarinnar „0,11 kr.“ í 2. málsl. kemur: 0,13 kr.
                  b.      (55. gr.)
                      Í stað ártalsins „2021“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: 2022.
                  c.      (56. gr.)
                     Í stað orðanna „tekjuárið 2019“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: undanfarandi tekjuár.
                  d.      (57. gr.)
                     Í stað ártalsins „2022“ í 1. málsl. 3. mgr. 9. gr. laganna kemur: 2023.
                  e.      (58. gr.)
                     Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Atvinnurekendur sem fá greidda styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna þátttöku launamanns í vinnumarkaðsúrræði eiga ekki rétt á greiðslum samkvæmt lögum þessum vegna sama launamanns á sama tímabili og fyrrnefndir styrkir eiga við um.
                  f.      (59. gr.)
                     Í stað ártalsins „2021“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XIX í lögunum kemur: 2022.
                  g.      (60. gr.)
                     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 42. gr. skal á tímabilinu frá 1. janúar 2022 til og með 31. ágúst 2022 endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils á byggingarstað. Jafnframt skal á sama tíma endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils við endurbætur eða viðhald þess. Að öðru leyti gilda ákvæði 2. mgr. 42. gr. á umræddu tímabili.
                     Á tímabilinu frá 1. janúar 2022 til og með 30. júní 2022 skal endurgreiða byggjendum frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils á byggingarstað. Jafnframt skal á sama tíma endurgreiða eigendum frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils við endurbætur eða viðhald þess. Að öðru leyti gilda ákvæði 2. mgr. 42. gr. á umræddu tímabili eftir því sem við á.
                     Á tímabilinu frá 1. janúar 2022 til og með 30. júní 2022 skal endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu sem veitt er innan þess tímabils vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu þess háttar húsnæðis. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu sem veitt er innan þess tímabils vegna hönnunar eða eftirlits við endurbætur eða viðhald þess háttar húsnæðis.
                     Á tímabilinu frá 1. janúar 2022 til og með 30. júní 2022 skal endurgreiða eigendum eða leigjendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna vegna heimilisaðstoðar eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis.
                     Ákvæði 1. mgr. nær á tímabilinu 1. janúar 2022 til og með 30. júní 2022 jafnframt til annars húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga, enda sé húsnæðið skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.
                     Endurgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu tekur ekki til virðisaukaskatts sem færa má til innskatts, sbr. VII. kafla. Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu er að seljandi þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.
                     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu.
     11.      Í stað „28. og 29. gr.“ í 3. mgr. og „30. gr.“ í 4. mgr. 53. gr. komi: 29. og 30. gr.; og: 31. gr.