Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 253  —  109. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um biðtíma hjá Þroska- og hegðunarstöð.


1.      Hver er biðtími eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð? Óskað er eftir yfirliti yfir biðtíma síðustu fimm ár, sundurliðað.
2.      Hversu mörg börn eru á biðlista hjá stöðinni? Óskað er eftir upplýsingum um lengd biðlista síðustu fimm ár, sundurliðað.

    Eftirfarandi svar er bæði svar við 1. lið fyrirspurnarinnar um lengd biðtíma og 2. lið um fjölda á biðlista. Tölur um lengd biðtíma og fjölda á biðlista eru breytilegar innan hvers árs og margt hefur áhrif á þær tölur. Það sem til að mynda getur haft áhrif er fjöldi nýrra tilvísana, þyngd og eðli vanda barna og samsetning starfshóps hverju sinni. Fjöldi á biðlista, auk mönnunar, hefur síðan bein áhrif á lengd biðtíma. Biðtímatölur gefa svo ekki alltaf endilega rétta mynd af biðtíma einstakra barna, þar sem mál raðast á mismunandi biðlista, svo sem eftir eðli og þyngd mála og aldri barna. Til viðbótar fara sum mál í forgang og biðtími þeirra er styttri en önnur bíða lengur. Eftirfarandi tafla er því einungis ákveðin nálgun til að sýna fjölda barna á biðlista og biðtíma síðustu fimm almanaksár.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.      Hversu mikið fjármagn hefur ríkissjóður veitt árlega til starfseminnar síðustu fimm ár?
    Þroska- og hegðunarstöð er starfrækt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einingin er ekki sérstaklega tilgreind í fjárlögum en meðfylgjandi yfirlit sýnir fjárhagstölur Þroska- og hegðunarstöðvar fyrir síðustu fimm almanaksár. Tölurnar eru fyrir utan kostnað við stoðþjónustu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Ákveðið var að veita sérstakt viðbótarfjármagn til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á árinu 2021 til að bregðast við biðtíma barna. Einnig er í undirbúningi stofnun nýrrar barnageðheilsumiðstöðvar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mun hafa það hlutverk að bæta þjónustu við börn/unglinga með flóknari vanda og fjölskyldur þeirra.