Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 254  —  164. mál.
3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir og lögum um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta (vísitölur á fjármálamarkaði og upplýsingagjöf til fjárfesta).

Frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.


    Við 3. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Framangreind undanþága tekur til vaxtaviðmiðana vegna gjaldmiðla sem eru birtar af stjórnendum viðmiðana vegna viðkomandi gjaldmiðla.

Greinargerð.

    Seðlabanki Íslands hefur vakið athygli á að rétt sé að takmarka leyfilega virka vexti vaxtaviðmiðunar við vaxtaviðmiðun sem birt er af stjórnanda (e. Benchmark Administrator) vegna þeirrar myntar sem viðkomandi vaxtaviðmiðun taki til. Er því lagt til að það verði sérstaklega tilgreint í 3. gr.