Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 255  —  204. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um byrlanir.

Frá Lenyu Rún Taha Karim.


     1.      Hvaða upplýsingar og tölfræði hefur ráðherra um byrlanir? Hversu mörg byrlunarmál eru skráð í málaskrá heilbrigðiskerfisins? Svar óskast greint eftir kyni fimm ár aftur í tímann.
     2.      Hvert er verklag heilbrigðisstofnana þegar uppi er grunur um byrlun eða fram kemur beiðni um rannsóknir sem tengjast byrlunarmálum? Hvernig er brugðist við beiðnum um blóðrannsókn?
     3.      Hvaða heilbrigðisþjónustu fær fólk sem grunur leikur á um að hafi orðið fyrir byrlun?
     4.      Hvernig er aðgengi almennra borgara, heilbrigðisstarfsmanna og annarra að lyfjum sem hægt er að nota til byrlunar?
     5.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við fjölda frásagna sem sýna hvernig öryggi, heilsu og kynfrelsi fólks hefur verið stefnt í hættu með byrlun?


Skriflegt svar óskast.