Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 283  —  151. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum til að framlengja gildistíma bráðabirgðaákvæða um rafræna meðferð mála o.fl.

(Eftir 2. umræðu, 28. desember.)


I. KAFLI

Breyting á lögum um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991.

1. gr.

    Í stað ártalsins „2021“ á tveimur stöðum í 158. gr. laganna kemur: 2023.

II. KAFLI

Breyting á erfðalögum, nr. 8/1962.

2. gr.

    Í stað ártalsins „2021“ í ákvæði til bráðabirgða í lögunum kemur: 2023.

III. KAFLI

Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991.

3. gr.

    Í stað ártalsins „2021“ á tveimur stöðum í 208. gr. laganna kemur: 2023.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

4. gr.

    Í stað ártalsins „2021“ á þremur stöðum í ákvæði til bráðabirgða X í lögunum kemur: 2023.

V. KAFLI

Breyting á lögum um dómstóla, nr. 50/2016.

5. gr.

    Í stað ártalsins „2022“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2027.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.