Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 284  —  154. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998 (framlenging gildistíma).

(Eftir 2. umræðu, 28. desember.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða V í lögunum:
     a.      B-liður 1. mgr. orðast svo: Skyldu flugrekanda/umráðanda loftfars til að tilkynna löggæsluyfirvöldum hér á landi, innan tilgreinds tíma, um nafn farþega, vegabréfsnúmer og flugnúmer, enda hafi farþegi ekki forskráð sig eða framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu skv. a-lið.
     b.      Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Skyldu flugrekanda/umráðanda loftfars til að upplýsa farþega um afleiðingar þess ef farþegi hefur ekki forskráð sig eða framvísað vottorði eða staðfestingu skv. a-lið.
     c.      2. mgr. fellur brott.
     d.      Í stað orðanna „einstakling eða lögaðila fyrir brot“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: flugrekanda/umráðanda loftfars ef hann brýtur.
     e.      9. mgr. orðast svo:
                 Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. júlí 2022.

2. gr.

    Lög þessi taka þegar gildi.