Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 294, 152. löggjafarþing 188. mál: Barna- og fjölskyldustofa og Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (flutningur starfsmanna).
Lög nr. 138 30. desember 2021.

Lög um breytingu á lögum um Barna- og fjölskyldustofu og lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (flutningur starfsmanna).


I. KAFLI
Breyting á lögum um Barna- og fjölskyldustofu, nr. 87/2021.

1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Starfsmenn Barnaverndarstofu sem eru í starfi við gildistöku laga þessara verða starfsmenn hjá Barna- og fjölskyldustofu með sömu ráðningarkjörum. Um rétt starfsmanna til starfa hjá Barna- og fjölskyldustofu fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.

II. KAFLI
Breyting á lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Starfsmenn ráðuneytisstofnunarinnar Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar, aðrir en þeir sem fara með verkefni samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, sem eru í starfi við gildistöku laga þessara verða starfsmenn hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála með sömu ráðningarkjörum. Um rétt starfsmanna til starfa hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. desember 2021.