Ferill 212. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 308  —  212. mál.




Fyrirspurn


til vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um fjarnám í Háskóla Íslands.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu hátt hlutfall af námi við Háskóla Íslands er hægt að stunda í fjarnámi, í grunnnámi, framhaldsnámi og doktorsnámi, skipt eftir deildum?
     2.      Eru áform um að bjóða upp á fjarnám í öllum deildum í grunnnámi og framhaldsnámi?
     3.      Hver er áætlaður kostnaður og umfang þess að bjóða upp á fjarnám í öllum deildum í grunnnámi og framhaldsnámi?


Skriflegt svar óskast.