Ferill 213. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 309  —  213. mál.




Fyrirspurn


til félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra um áfrýjun dóms Landsréttar um útreikning sérstakrar framfærsluuppbótar.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hverjar voru lagalegar og pólitískar forsendur þáverandi félagsmálaráðherra um áfrýjun dóms Landsréttar frá 1. október 2021 í máli nr. 536/2020, sem ríkið hafði tapað á báðum dómstigum, til Hæstaréttar?
     2.      Hvaða ráðgjöf lá fyrir um áhrif niðurstöðu dóms Landsréttar, m.a. á réttindi lífeyrisþega?
     3.      Hversu margir einstaklingar hafa sætt skerðingum á svokallaði sérstakri framfærsluuppbót skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, samkvæmt þessari framkvæmd laganna?
     4.      Deilir ráðherra þeirri sýn að forsendur séu fyrir því að ríkið láti reyna á málið á þriðja dómstigi?
     5.      Mun ráðherra taka málið upp á vettvangi ríkisstjórnar að nýju?
    

Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Á ríkisstjórnarfundi 26. október sl. var dómur Landsréttar frá 1. október 2021 í máli nr. 536/2020 til umræðu af hálfu félags- og barnamálaráðherra samkvæmt dagskrá. Með dóminum var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2516/2020 sem laut að því að Tryggingastofnun ríkisins hefði ekki lagastoð fyrir því að lækka greiðslur sérstakrar framfærsluuppbótar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð með vísan til búsetu í öðru landi.