Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 310  —  214. mál.




Fyrirspurn


til félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra um ólögmætar búsetuskerðingar.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Er ráðherra sammála áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 8955/2016 og niðurstöðu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-2516/2016 um ólögmætar búsetuskerðingar?
     2.      Hefur Tryggingastofnun ríkisins greint réttaráhrif niðurstöðu álitsins og dómsins á réttindi lífeyrisþega sem hafa orðið fyrir ólögmætum búsetuskerðingum á undanförnum árum og gert þeim viðvart sem geta átt rétt á endurgreiðslu?
     3.      Hefur Tryggingastofnun endurgreitt lífeyrisþegum sem hafa orðið fyrir ólögmætum búsetuskerðingum á undanförnum árum að fullu ásamt dráttarvöxtum? Ef svo er, þá hvenær? Ef svo er ekki, hvers vegna ekki og hvenær stendur til að gera það?
     4.      Hversu margir sættu ólögmætum búsetuskerðingum á undanförnum tíu árum og hversu margir hafa fengið endurgreitt frá Tryggingastofnun vegna þeirra skerðinga?
     5.      Hversu margar kröfur um endurgreiðslur hafa borist vegna ólögmætra búsetuskerðinga? Í hversu mörgum tilvikum voru kröfur um endurgreiðslu fyrndar? Var endurgreitt í þeim tilvikum þegar kröfur um endurgreiðslu voru fyrndar?


Skriflegt svar óskast.