Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 313  —  217. mál.
Fyrirspurn


til félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra um nýgengi örorku.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir einstaklingar fengu 75% örorkumat í fyrsta sinn árið 2021, eru þeir fleiri en að meðaltali næstu fjögur ár á undan og ef svo er, hverjar eru helstu skýringar á þeirri fjölgun? Hvert er meðaltal síðustu fimm ára?
     2.      Hvert er sambærilegt meðaltal nýgengis örorku annars staðar á Norðurlöndum síðustu fimm ár?
     3.      Hversu margir hafa farið á endurhæfingarlífeyri á undanförnum fimm árum og hversu margir á hverju ári flytjast yfir á örorkulífeyri í kjölfarið?
     4.      Hefur verið merkjanleg breyting á undanförnum árum á því hversu margir fara á örorkulífeyri? Ef svo er, af hverju?


Skriflegt svar óskast.