Ferill 218. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 314  —  218. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig miðar undirbúningi og framkvæmdum við nýjan flugvöll samkvæmt samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni frá 28. nóvember 2019? Hafa rannsóknirnar verið fjármagnaðar og hvenær er von á niðurstöðum?
     2.      Hvers konar rannsóknarniðurstöður myndu teljast neikvæðar og gera flugvöll í Hvassahrauni óæskilegan? Voru þau viðmið sett áður en rannsókn á flugskilyrðum hófst?
     3.      Ef ákvörðun væri tekin um byggingu nýs flugvallar, hversu langan tíma tæki sú framkvæmd?