Ferill 221. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 317  —  221. mál.
Fyrirspurn


til vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um Geimvísindastofnun Evrópu.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða fundir eða önnur samskipti hefur ráðuneytið átt við Geimvísindastofnun Evrópu frá því að málið var sett í hendur ráðuneytisins 7. apríl 2020, sbr. svar í 557. máli 151. löggjafarþings (þskj. 1293)?
     2.      Hvaða skref hafa verið tekin varðandi viðræður um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu frá 7. apríl 2020?
     3.      Hver eru næstu skref ráðuneytisins varðandi aðildarviðræður og hvenær má áætla að hvert þeirra verði tekið?
     4.      Hvenær er áætlað að aðildarviðræður geti hafist?
     5.      Hver er afstaða ráðherra til mögulegrar aðildar?


Skriflegt svar óskast.