Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 318  —  222. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um eftirlit Matvælastofnunar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hverjum þeirra tíu tillagna til úrbóta sem birtast í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um Matvælastofnun, sem birtist 27. mars 2017 í kjölfar Brúneggjamálsins, og er ætlað að gera matvælaeftirlit og eftirlit með velferð dýra skilvirkara og hagkvæmara, hefur verið hrint í framkvæmd og með hvaða hætti? Hverjum þeirra hefur ekki verið hrint í framkvæmd og af hvaða ástæðum?
     2.      Hver varð niðurstaða skoðunar á hvort tilefni væri til þess að skylda eftirlitsaðila til að upplýsa almenning og fjölmiðla um niðurstöður úr eftirliti er ráðherra boðaði í svari á þskj. 276 á 146. löggjafarþingi og hvernig skilaði sú skoðun sér í breytingum á lögum?
     3.      Telur ráðherra tilefni til að breyta verklagi Matvælastofnunar á þann hátt að eftirlitsskýrslur stofnunarinnar séu almennt aðgengilegar? Myndi slík breyting kalla á lagabreytingu eða rúmast hún innan núverandi lagaramma?


Skriflegt svar óskast.