Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 319  —  223. mál.




Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um stefnumótunarvinnu og framtíðarsýn um viðbrögð við heimsfaraldrinum.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hvers vegna hefur afrakstur stefnumótunarvinnu innan ríkisstjórnarinnar um stefnu og framtíðarsýn um viðbrögð við heimsfaraldrinum, sem ráðherra fjallaði um í viðtali 24. júlí 2021, ekki verið kynntur, í ljósi þess að ráðherra sagði í viðtalinu að vinnan tæki tvær til þrjár vikur?
     2.      Hvenær má vænta að stefna ríkisstjórnarinnar um framtíðarsýn hvað varðar viðbrögð við heimsfaraldri verði kynnt?
     3.      Hvaða þættir voru til umfjöllunar og skoðunar af hálfu ríkisstjórnarinnar aðrir en þeir sem ráðherra nefndi í viðtalinu, þ.e. að bólusetningarhlutfall 16 ára og eldri væri um 90% og hvernig ætlunin væri að lifa með COVID í náinni framtíð og mögulega um alla framtíð?


Skriflegt svar óskast.