Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 320 — 224. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um áhrif bóluefna við COVID-19 á börn.
Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.
1. Liggja fyrir rannsóknir um áhrif bóluefna við COVID-19 á börn undir 12 ára aldri? Ef svo er, hvaða ályktanir má draga af niðurstöðum þeirra rannsókna?
2. Stendur til að rannsaka langtímaáhrif bóluefna við COVID-19 á börn undir 12 ára aldri? Ef svo er, hvenær má ætla að niðurstöður slíkra rannsókna liggi fyrir?
Skriflegt svar óskast.