Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 321  —  225. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sjávarspendýr.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hyggst ráðherra framlengja heimild til veiða á langreyði og hrefnu þegar veiðitímabili samkvæmt reglugerð nr. 186/2019 lýkur?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að við heildarendurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum verði málefni sjávarspendýra færð undir þau lög, líkt og lagt var til í skýrslu svokallaðrar villidýranefndar?