Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 340  —  240. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um hagsveifluleiðréttan frumjöfnuð ríkissjóðs.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hver var hagsveifluleiðréttur frumjöfnuður ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu fyrir árin 2000–2021, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hver er áætlaður hagsveifluleiðréttur frumjöfnuður ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu fyrir árin 2022–2026 samkvæmt forsendum og stefnumiðum tillögu ráðherra til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2022–2026, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.