Ferill 255. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 359  —  255. mál.
Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um rafræna stjórnsýslu við afgreiðslu umsókna hjá Útlendingastofnun.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvernig miðar innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu við afgreiðslu umsókna hjá Útlendingastofnun og hvenær má ætla að öll afgreiðsla verði orðin rafræn?
     2.      Hvaða þjónusta verður fyrst rafræn?
     3.      Verður afgreiðsla stofnunarinnar samhliða stafræn og hvenær má ætla að öll afgreiðsla verði orðin stafræn?
     4.      Hver er áætlaður kostnaður við að innleiða rafræna og stafræna stjórnsýslu á þessu sviði?
     5.      Hvaða kostir gætu fylgt slíkri innleiðingu annars vegar fyrir stjórnvöld og hins vegar fyrir notendur þjónustunnar?