Ferill 257. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 361  —  257. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um starfshópa samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvenær skipaði ráðherra sérfræðinefnd um breytingar á kynskráningu barna og varanlegar breytingar á ódæmigerðum kyneinkennum barna, sbr. 9. gr. laga um kynrænt sjálfræði? Hver eiga sæti í nefndinni? Hversu mörg mál hafa borist nefndinni til afgreiðslu?
     2.      Hvað líður störfum starfshóps um endurskoðun 11. gr. a laga um kynrænt sjálfræði, sem samkvæmt ákvæði til bráðabirgða átti að skipa innan þriggja ára frá gildistöku? Hvenær er búist við að starfshópurinn skili tillögum til ráðherra að mögulegum úrbótum í þágu barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni?
     3.      Hvenær skipaði ráðherra teymi sérfræðinga um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, sbr. 13. gr. a laganna? Hver eiga sæti í teyminu og hvenær tók það til starfa? Hefur það sett sér verklagsreglur? Hversu mörg mál hefur það tekið til afgreiðslu?


Skriflegt svar óskast.